Um Xocóatl

Orðið xocóatl þýðir beiskt vatn á nahuatl tungumáli Azteka og er fyrsta orðið sem vitað er að notað hafi verið yfir súkkulaði.Við höfum mikla ástríðu fyrir súkkulaði og viljum deila þeim áhuga með öðrum. Allt súkkulaðið sem við seljum er fairtrade eða réttlætismerkt sem tryggir að bændurnir sem eru í samtökunum fá viðunandi verð fyrir afurðir sína og geta borgað mannsæmandi laun ásamt því að byggja upp betra vinnu-og félagslegt umhverfi fyrir vinnumenn og fjölskyldur þeirra.