Við erum lítil fjölskylda með mikla ástríðu fyrir súkkulaði, sérstaklega dökku súkkulaði og súkkulaði með allskonar blöndum eins og þið getið séð í netversluninni okkar.

Því ákváðum við að deila ástríðunni með öðrum og hugmyndin að Xocóatl varð til.


Við flytjum inn margs konar súkkulaði í hverjum mánuði, leitum að súkkulaðiunnendum út um allan heim og flytjum þannig heim til Íslands það besta sem er í boði hverju sinni. 


Súkkulaðið sem við flytjum inn er fairtrade eða réttlætismerkt, sem tryggir að bændurnir sem eru í samtökunum fá viðunandi verð fyrir afurðirnar sínar og geta borgað mannsæmandi laun ásamt því að byggja upp betra vinnuumhverfi og félagslegar aðstæður fyrir vinnufólk og fjölskyldur þeirra.

Add a tagline

Hafa samband

Hafðu samband